Skoða fréttabréf í vefskoðara.

ungei_frettabrefmarch2012.jpg


Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Fréttabréf mars 2012
www.un.is
  

   un-logo.jpg

     _________________________________________________________________________

     
Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna 26. apríl kl. 17

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl kl. 17 í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 42, 2.hæð. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. 

Stjórn félagsins skipa sjö stjórnarmeðlimir auk formanns og varaformanns. Með framkvæmdastjóra er þetta tíu manna hópur sem hittist á mánaðarlegum stjórnarfundum. Á aðalfundinum í ár munu nokkur stjórnarsæti losna og því gott tækifæri fyrir áhugasama að bjóða sig fram. Lög félagsins eru á heimasíðunni og hér má nálgast ábyrgð og hlutverk stjórnar. Allar nánari upplýsingar veitir Berglind í síma 897.4453 eða með tölvupósti  berglind@un.is.

Félagið hvetur þá sem hafa brennandi áhuga á málefnum Sameinuðu þjóðanna til að skrá sig í félagið, mæta á aðalfund og taka þátt í starfsemi félagsins. Dagskrá félagsins á árinu er fjölbreytt enda Sameinuðu þjóðirnar með öfluga starfsemi út um allan heim á sviði friðar- og öryggismála, mannréttinda- og þróunarmála svo eitthvað sé nefnt. Eitt af aðalverkefnum félagsins er að kynna hugsjónir Sameinuðu þjóðanna og allt það frábæra starf sem fram fer á vegum stofnana þeirra.

 

Veffyrirlestur WFUNA 3.apríl: Hvað er grænt hagkerfi ?

greeneconomy.jpgHeimssamtök Félaga Sameinuðu þjóðanna (WFUNA) standa nú fyrir öðrum veffyrirlestri sínum um sjálfbæra þróun á þessari vorönn. Fyrirlestraröðin er fyrir alla áhugasama um sjálfbæra þróun en þó sérstaklega til að kynna málefni Ríó+20 heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Ríó de Janeiró í Brasilíu í júní.

Fyrirlesturinn heitir: “Green Economy in the context of Sustainable Development and Poverty Eradication“. Framsögumaður er Oliver Greenfield, Green Economy Coalition (http://www.greeneconomycoalition.org/). Grænt hagkerfi er eitt meginþema ráðstefnunnar í sumar.

Skráning á fyrirlesturinn fer fram með því að senda nafn þátttakenda og heiti stofnunar/fyrirtækis viðkomandi á netfangið: webinar@wfuna.org. Í kjölfarið verða sendar leiðbeiningar um það hvernig tengjast má inná fyrirlesturinn. Einblöðung WFUNA með nánari upplýsingum má finna á heimasíðu félagsins www.un.is.


      

Alþjóða kvennadagurinn 8.mars 2012

womensday2012_1.jpgÞann 8.mars var alþjóða kvennadagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan. Það var áberandi hve margir framkvæmdastjórar stofnana Sameinuðu þjóðanna gáfu út yfirlýsingu í tilefni dagsins.  Það voru framkvæmdastjórar eftirfarandi stofnana: UN Women, UN High Comissioner for Human Rights, UN Special Rapporteur on violence against women, ILO, UNDP, UNESCO, UNV, IAEA, UNFPA, UNIDO, ESCAP og UNRWA. Skilaboð framkvæmdastjóranna má nálgast hér.

Nálgun framkvæmdastjóranna að málefnum dagsins var áhugaverð. Til dæmis heiðraði framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), Yukiya Amano,  kvenstarfsmenn stofnunarinnar í tilefni dagsins og skýrði meðal annars frá því að enn hefur ekki tekist að jafna hlut kvenna og karla í vísindum. Í tilefni dagsins setti stofnunin af stað verkefnið „Women Who Inspire“, en á vef stofnunarinnar má finna viðtöl við átta konur sem starfa hjá stofnuninni. 

     

Áheit til Félags Sameinuðu þjóðanna

Fyrr í mánuðinum barst félaginu óvæntur glaðningur. Yndisleg kona hafði samband og vildi koma áheitum til okkar. Tilefnið er ekki gefið upp en þó sagði hún reynslu sína góða að hún hafi upplifað kraftaverk. Óskaði hún eftir því að við létum söguna berast og það gerum við hér með. Aldrei að vita nema að Félag Sameinuðu þjóðanna verði næsta Strandakirkja!

Við erum afar þakklát fyrir þennan stuðning sem kemur félaginu vel og sendum hamingjuóskir til baka.Þróunaraðstoð Norðurlandanna

norrænir_fanar.jpgÞórir Hall er starfsnemi Félags Sameinuðu þjóðanna, hann úrskrifaðist nýverið frá Háskóla Íslands með mastersgráðu í alþjóðasamskiptum. Lokaritgerð hans heitir „Þróunaraðstoð Norðurlandanna. Norm, norræn sjálfsmynd og hið norræna þróunaraðstoðarlíkan. Samanburður á stefnumótun Norðurlandanna í þróunaraðstoð.“  Þar ber hann saman stefnumótun Norðurlandanna í þróunaraðstoð með tilliti til þess hvaða áhrifaþættir liggja henni að baki. 

Þórir hefur tekið saman fyrir okkur góðan útdrátt úr ritgerðinni sem má nálgast hérÞúsaldarmarkmið nr. 7: Vinna skal að sjálfbærri þróun

unicef_mgd_skyrsla.jpgÞúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um þróun voru sett árið 2000. Sjöunda markmiðið sneri að sjálfbærri þróun og var þriðja undirtakmarkið meðal annars að lækka um helming á tímabilinu 1990 til 2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni.

Í byrjun mánaðar gaf Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) út skýrslu um stöðu þessa mikilvæga Þúsaldarmarkmiðs. Skýrslan segir frá stóráfanga sem náðst hefur í baráttunni fyrir auknu aðgengi að hreinu drykkjarvatni. Skýrslan sýnir að á tuttugu ára tímabili fengu meira en tveir milljarðar manna aðgang að hreinu drykkjarvatni.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um sjöunda markmiðið á  íslensku sem og ensku. Skýrsluna sjálfa má nálgast á fréttasíðu  Barnahjálparinnar á Íslandi.

 

Hvað er UNGEI ?

ungei.jpgUNGEI stendur fyrir United Nations Girls Education Initiative og hefur verið starfrækt frá árinu 2000. Þáverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Kofi Annan setti á laggirnar þetta framtak til að hvetja ríkisstjórnir til að tryggja jafna menntunarmöguleika allra barna, stúlkna og drengja.

Verkefnið vinnur að Þúsaldarmarkmiði númer 2 sem kveður á um að öll börn skuli njóta grunnskólamenntunar árið 2015 sem og Þúsaldarmarkmiði númer 3 sem tekur á jafnrétti kynjanna.

UNGEI verkefnið vinnur að því að efla menntun stúlkna með því meðal annars að aðstoða við greiðslu skólagjalda. Einnig kemur UNGEI að því að stuðla að áframhaldandi menntun barna eftir náttúruhamfarir eða stríðsátök. 

Nýverið gaf UNGEI út skýrslu sem ber heitið: „Parliamentarians for Equity and Girls Education 2012“. Skýrslan er stöðutaka Suður-Asíu ríkjanna á menntun allra barna átakinu (Education for All, EFA) í sínum löndum. 

      

Alþjóðadagar í apríl og heimasíður þeirra


      

Útgáfustarfsemi Sameinuðu þjóðanna

Eftirfarandi skýrslur eru meðal margra annarra sem gefnar voru út í mánuðinum á vegum UN Publication eða viðkomandi stofnunar Sameinuðu þjóðanna:
       

Næsta fréttabréf félagsins í maí

Vegna páska og aðalfundar þann 26. apríl kemur næsta fréttabréf út 22. maí. Félag Sameinuðu þjóðanna óskar félagsmönnum og öðrum áhugasömum um Sameinuðu þjóðirnar gleðilegra páska með von um notalegt frí.

 skraning_hnappur.jpg


fb_hnappur2.jpg


globalis_hnappur1.jpg


2015_hnappur2.jpg frnt_hdr5.jpgÁ döfinni
 


3. apríl 2012 - Veffyrirlestur WFUNA um Grænt hagkerfi: 
Skráning fer fram í gegnum webinar@wfuna.org

26. apríl 2012 - Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna
haldinn kl. 17 í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna. 
 

 

bkg_footl.gif

Útgefandi: Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Titilmynd fréttabréfsins er tekin af vef www.ungei.org.  
Laugavegi 42, 2.h - 101 Reykjavík - S: 897-4453 - felag@un.is
Til að afskrá af lista sendið línu á
felag@un.is
bkg_footr.gif

Sent á %%email%%